fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Matur

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. apríl 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakað með Láru og Ljónsa inniheldur fjölmargar uppskriftir sem henta krökkum á öllum aldri, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur í bakstri og flóknari veislutertur fyrir þau sem vilja reyna á sig. Tilefnin til að baka eru fjölmörg og í bókinni má meðal annars finna uppskriftir að krúttlegum páskaeggjahreiðrum, gómsætum afmæliskökum, hræðilegum hrekkjavökukræsingum, litríku hollustusnarli og bæði Lárutertu og Ljónsatertu.

Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal eru höfundar bókarinnar en Sylvía er menntuð frá Le Cordon Bleu í deserta- og bakstursgerð og starfar sem bakari. Bókina prýða fallegar ljósmyndir Írisar Daggar Einarsdóttur auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.

Hér fyrir neðan er uppskrift að páskahreiðri, birt með góðfúslegu leyfi höfunda og Forlagsins.

Páskahreiður

Hráefni:

  • 110 g smjör
  • 160 g síróp
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 150 g rjómasúkkulaði
  • 200 g kornflex
  • Lítil páskaegg

Úr eldhúsinu:

  • Pottur
  • Sleif
  • Bökunarpappír
  1. Setjið smjör og síróp í pott og bræðið saman.
  2. Stillið á lægsta hita, setjið allt súkkulaðið út í og hrærið þar til allt er komið vel saman. 3. Takið súkkulaðiblönduna af hitanum og blandið kornflexi saman við.
  3. Mótið lítil hreiður á bökunarpappír. Það er gott að þrýsta skeið í miðjuna til að búa til holu, pláss fyrir páskaeggin.
  4. Setjið í kæli þar til hreiðrin eru orðin alveg stíf.
  5. Setjið að lokum lítil páskaegg í hvert hreiður og berið fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma