fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Jón Viðar lofar Ífigeníu í hástert

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2025 10:00

Jón Viðar Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er það svo að „leiksigur“ er hugtak sem ég er orðinn tregur til að nota, svo misbrúkað sem það er í fjölmiðlaskrifum hér í seinni tíð.  En að þessu sinni getur maður slegið því fram með bestu samvisku, því að leiksigur var það sannarlega sem Þórey Birgisdóttir vann standandi ein á sviðinu í Tjarnargötu í gærkveldi,“ 

segir Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi um einleikinn Ífigenia í Ásbrú sem sýndur er í Tjarnarbíói og segir hann leikhúsið byrja árið með stæl.  

Verkið er eftir velskan höfund, Gary Owen, og segir Jón Viðar að í leikskrá sé greint frá því að verkið hafi farið fræga sigurför um heiminn 

„sem það á þá vissulega skilið því að þetta er meistaralega skrifað og áhrifamikið verk um nöturlegan veruleika sem við ættum öll að þekkja til, því miður, prýðilega staðfært af þeim Þóreyju og leikstjóranum Önnu Maríu Tómasdóttur sem hafa þýtt það.  Og sem sagt: Þórey kemur, sér og sigrar, í fyrstu veit maður ekki alveg hvað er í gangi, en brátt tekur sagan og leikurinn skýra stefnu og þegar yfir lýkur situr maður djúpt snortinn af sorg Ífigeniu, en um leið auðvitað glaður að sjá svona vandað til verka.“ 

Jón Viðar bætir við að það sé ekki að sökum að spyrja að sýningunni lokinni:

„í leikslok birtist föngulegur hópur ungra kvenna á sviðinu (allir listrænir stjórnendur með öðrum orðum konur) og hneigðu sig fyrir þakklátum áhorfendum sem létu ánægju sína í ljósi með því að rísa úr sætum (og að þessu sinni var fullt tilefni til þess sem ekki er nú alltaf hér um slóðir).  Og er þá bara að óska þess að allt það góða fólk sem hér stundar leiksýningar á annað borð drífi sig sem fyrst í Tjarnarbíó, því að þetta er leikhús með erindi og sál.“

Upplýsingar um sýninguna má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Í gær

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 2 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni