Paris Saint-Germain hefur klárað kaupin á vængmanninum Khvicha Kvaratskhelia sem kemur frá Napoli.
Þetta staðfesti franska félagið í gær en Georgíumaðurinn er talinn kosta um 70 milljónir evra.
Um er að ræða eftirsóttan leikmann sem var orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni oftar en einu sinni.
Þessi öflugi 23 ára gamli leikmaður skrifar undir fjögurra ára samning og er bundinn í Frakklandi til ársins 2029.
Hann hjálpaði Napoli að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 33 ár árið 2023.