fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Pressan
Föstudaginn 17. janúar 2025 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur faðir ber sig afar illa en hann er ákærður fyrir að stinga 14 ára dóttur sína til bana og réttarhöld yfir honum standa nú yfir. Segist hann vera óheppnasti maður í heimi og fullyrðir að þau feðginin hafi bara verið að fíflast sem hafi endað með þessum hörmulega hætti.

Mirror greinir frá málinu. Maðurinn heitir Simon Vickers og er fimmtugur en dóttir hans hét Scarlett.

Síðastliðið sumar lést Scarlett á heimili þeirra, í bænum Darlington í norðurhluta Englands, af völdum þess að hnífur stakkst alls 11 sentímetra inn í brjóstkassa hennar og endaði á því að gera gat á hjartað. Scarlett missti það mikið blóð að ekki reyndist unnt að bjarga lífi hennar.

Faðir Scarlett er ákærður fyrir að stinga hana viljandi en hann fullyrðir að þau hafi verið í gamnislag.

Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði hann þau hafa verið að henda vínberjum hvort í annað en hann haldið að hann hefði hent töngum úr eldhúsinu í Scarlett. Sagði hann þau bara hafa verið að fíflast og hann hlyti því að vera óheppnasti maður í heimi.

Hnífakast

Á meðan þetta gekk á var Sarah móðir Scarlett og eiginkona Simon að elda kvöldmat. Tjáði hann lögreglu að hann ætti bágt með að trúa að þessi leikur þeirra feðgina hafi endað svona.

Saksóknarar segja hins vegar að stungusárið á Scarlett hafi verið allt of djúpt til að hafa verið orsakað af slysni.

Réttarmeinafræðingur fullyrti fyrir dómi að það væri ómögulegt að valda svona djúpu sári með því að kasta hnífi.

Vickers fullyrti við lögreglu að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að hann hafi kastað hnífi í dóttur sína fyrr en hann sá hana liggja í blóði sínu á gólfinu. Neitar hann að hafa sagt við sjúkraflutningamenn að hann hefði beitt hnífi gegn henni þar sem hún hafi ráðist á hann.

Saksóknari sagði við réttarhöldin að það sé ljóst að Simon Vickers hafi haldið fast um hnífinn og stungið dóttur sína viljandi. Vickers og lögmaður hans fullyrða að um óviljaverk hafi verið að ræða og að hann myndi aldrei hafa skaðað dóttur sína viljandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“