fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfesting verður í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn Jóni Þór Dagbjartssyni fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, kynferðislega áreitni og líkamsárás, þann 22. janúar næstkomandi.

Ákært er vegna brota sem framin voru á Vopnafirði og fara réttarhöldin fram við Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Við þingfestingu mun Jón Þór annaðhvort játa eða neita sök varðandi ákæruatriði. Allar líkur eru á því að dagsetning aðalmeðferðar, hinnar eiginlegu réttarhalda, verið ákveðin við þingfestinguna.

Samkvæmt heimildum DV er talið líklegt að þinghöld í málinu verði lokuð en dómari á eftir að ákveða það. Í samtali við DV segir helsti þolandi brota Jóns Þórs, Hafdís Bára Óskarsdóttir, að hún láti það í hendur dómara að ákveða hvort þinghald verði opið eða lokað. Hafdís Bára hefur verið opinská um málið í viðtölum við DV og Kastljós RÚV. Hún segist engu að síður fremur reikna með því að þinghöld verði lokuð í málinu.

DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um brot Jóns Þórs. Nú síðast þann 8. janúar:

Jón Þór ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – Áður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á meðferðarheimili

Í fréttinni segir meðal annars:

„Jón Þór er ákærður fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 13. október 2024 farið í heimildarleysi inn á heimili Hafdísar og síðan inn í svefnherbergi hennar þar sem hún var stödd, haldið henni niðri í rúmi hennar, reynt að kyssa hana, káfað á henni og rifið hana úr buxum og nærbuxum, áður en Hafdís náði að ýta honum af sér og koma honum fram á gang í húsinu, og eftir það neitað að yfirgefa heimilið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Hafdísar um það.

Jón Þór reyndi síðan að myrða Hafdísi þremur dögum síðar, síðdegis miðvikudaginn 16. október. Brotið var framið í skemmu við heimili Hafdísar þar sem Jón Þór veittist að henni með rúllubaggateini og notaði hann til að reyna að stinga hana í kviðinn. Hann ýtti við henni þar til hún féll til jarðar og notaði síðan teininn til að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún hætti að geta andað og meðvitund hennar skertist. Hlaut Hafdís töluverða áverka af árásinni og var flutt á sjúkrahús á Akureyri.

Misþyrmdi manni á Vopnafirði

Jón Þór er einnig ákærður fyrir líkamsárás á mann á Vopnafirði í nóvember árið 2023. Er hann sakaður um að hafa veitt manninum ítrekuð högg í andlit og líkama, meðal annars með áldós. Hlaut maðurinn umtalsverða áverka af árásinni.

Jón Þór er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en um sama leyti og árásin átti sér stað fann lögregla 14 skotvopn við húsleit á heimili hans auk fjölda skotfæra. Hafði hann ekki skotvopnaleyfi og vopnin voru ekki skráð á hann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Í gær

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“
Fréttir
Í gær

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair

Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair