fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Pressan
Föstudaginn 17. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk verður seint sagður óumdeildur. Hann er ríkasti maður heims og hægri hönd eins valdamesta manns heims, Donald Trump sem á mánudaginn tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna. Því kom það mörgum á óvart þegar Musk varð á dögunum uppvís að því að svindla í tölvuleik.

Um er að ræða leik sem kallast Path of Exile 2. Leikurinn kom út í byrjun desember og fljótlega vakti það athygli að Elon Musk var meðal bestu leikmanna. En ekki var allt sem sýndist. Þegar Musk spilaði leikinn í beinni útsendingu þann 7. janúar tóku áhorfendur strax eftir því að Musk vissi ekki hvað hann var að gera. Hann spilaði ekki eins og einn besti spilarinn, heldur eins og algjör byrjandi.

Þetta setti leikjasamfélagið á hliðina. Musk hafði unnið sig upp í 97. flokk í leiknum. Ekki nóg með það, heldur spilaði hann leikinn á hæsta erfiðleikastigi. Til að vinna sig þetta hátt upp hefði Musk þurft að verja minnst 100 klukkustundum í spilamennskuna, þó líklegra væri að stundirnar væru enn fleiri. Hvernig mátti þetta vera?

Auðkýfingurinn var þá sakaður um að hafa fengið reynda leikmenn til að spila fyrir sína hönd. Leikjasamfélagið logaði. Hvílík ósvífni og það frá ríkasta manni heims. Musk var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og birtust jafnvel heilu myndböndin með reiðilestri. Sumir gætu haldið að ríkasti maður heims gæfi lítið fyrir gagnrýnina. Þessir aðilar höfðu þó rangt fyrir sér.

Auðkýfingur móðgast

Asmongold, sem heitir réttu nafni Zack Hoyt, er tölvuleikjaspilari sem heldur úti vinsælli YouTube-rás. Hann birtir mikið af myndböndum og hefur marga fylgjendur. Stærðin á rásinni er slík að hann er með starfsmenn sér til aðstoðar sem meðal annars hjálpa honum við vinnslu myndbanda og við dreifingu. Asmongold birti langt myndband þar sem hann fór yfir málið og skoraði á Musk að sanna að hann hefði sjálfur spilað Path of Exile allan tímann. Þess í stað ákvað Musk að hefna sín. Hann ætlaði að slaufa Asmongold og gera töluleikjaspilarann að athlægi.

Hann birti því einkasamtal sem hann átti við Asmongold. Þar minntist Asmongold á að hann væri með aðstoðarmenn nema hann kalli þá enska nafninu editor sem er líka notað yfir þá sem ritskoða og ritstýra efni fjölmiðla. Musk virtist túlka það svo að Asmongold væri í raun sokkabrúða. Hann sé ekki að stjórna YouTube-rás sinni sjálfur heldur sé bara andlit hennar út á við. Þetta er grundvallarmisskilningur hjá auðkýfingnum. Musk birti þó samtalið og skrifaði: „Asmon hagar sér eins og hann sé stórmenni og sjálfstæður en í rauninni þarf hann að biðja yfirmann sinn um leyfi áður en hann gerir nokkuð. Hann er ekki sinn eigin maður.“

Hann svipti svo Asmongold tímabundið svokölluðu bláu gátmerki á X. Merkið fá þeir sem miðillinn hefur sannreynt deili á eða þeir sem hafa gerst áskrifendur að miðlinum gegn gjaldi.

Olía á eldinn

Asmongold botnaði ekkert í þessum hörðu viðbrögðum og sagði í öðru myndbandi: „Þú getur ekki orðið reiður út í mig fyrir að benda á þetta. Það eru allir að tala um þetta. Í alvöru talað.“

Margir komu tölvuleikjaspilaranum til varna og höfðu auðkýfinginn að háði og spotti. Viðbrögð Musk urðu ekki til að kæfa málið heldur virkuðu sem olía á eldinn.

Fólk hefur birt háðsglósur á netinu þar sem athygli er vakin á því að ríkasti maður heims sé svo sólginn í viðurkenningu að hann sé tilbúinn að svindla í tölvuleikjum og það vitlaust að hann haldi að enginn fatti það.

„Elon er svo heimskur. Stjórnar Elon öllu sem gerist hjá Tesla, SpaceX, X, eða öðrum fyrirtækjum sem hann á? Nei.“

„Hann heldur að þessir verktakar virki eins og ritstjórar á fréttamiðlum sem stýra hvaða efni birtist og hvað hann [Asmongold] segir.“

„Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Fáránlega ónauðsynlegt

Elon Musk hefur svo tjáð sig um málið þar sem hann sagði að Path of Exile reikningur hans væri alfarið í höndunum á kínverskum leigubílstjóra sem heitir Yilongma. „Ég treysti á hann um allt,“ skrifaði auðkýfingurinn. Þegar nafnið Yilongma er sagt upphátt má heyra að því svipar grunsamlega mikið til nafns auðkýfingsins. Elon Musk hefur áður birt álíka orðagrín svo líklega er bílstjórinn tilbúningur.

Tölvuleikjasamfélagið hefur bent á að Musk er að reka mörg stórfyrirtæki og eyði líka miklum tíma með verðandi Bandaríkjaforseta. Þess á milli sé hann að rífast á X. Það sé því erfitt að sjá frir sér hvenær hann hefur tíma til að spila tölvuleiki, hvað þá að verða einn besti leikmaðurinn. Flestir sem hafi náð sömu hæðum séu ekki að gera nokkuð annað en spila allan daginn.

Auðkýfingurinn hefur þar með valdið mörgum aðdáendum sínum vonbrigðum. Þeir segja að það sé í raun fáránlegt að sjá ríkasta mann heims hegða sér með þessum hætti. Einn skrifar:

„Sem tölvuleikjaspilari þá er maður virkilega stoltur af stöðu sinni í metorðastiga leiks. Að svindla samhliða því að vera ríkasti maður heims er svo fáránlega ónauðsynlegt. Það fær mig til að velta því fyrir mér að ef hann er tilbúinn að ljúga með þetta, hvað annað er hann tilbúinn að ljúga um?“

Einn ákvað að spyrja gervigreindina Grok, sem er notabene gervigreind Elon Musk, um málið. Grok greindi umræðuna, hvernig Musk spilaði í útsendingunni og svo þau álit sem fagmenn í tölvuleikjaspilun hafa birt. Niðurstaða Grok var sú að allt bendi til þess að Musk hafi svindlað.

Hér má sjá dæmi um viðbrögð við málinu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“