fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2025 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjóri myndarinnar It Ends With Us hefur nú stefnt aðalleikonu myndarinnar, eiginmanni hennar og almannatengli fyrir dóm. Þar krefst hann rúmlega 58 milljarða í bætur fyrir meint meiðyrði og ófrægingarherferð. Eins tókst honum að flækja tónlistarkonuna Taylor Swift inn í þetta flókna og undarlega mál sem hefur sett Hollywood á hliðina.

Það var leikarinn Justin Baldoni sem leikstýrði myndinni og fór sömuleiðis með eitt aðalhlutverkið á móti leikkonunni Blake Lively. Lively er gift stórleikaranum og athafnamanninum Ryan Reynolds og ein besta vinkona hennar er Taylor Swift.

Hver stóð fyrir ófrægingarherferð og hver ekki?

Forsaga málsins er löng og flókin. Þegar myndin var frumsýnd fóru að berast fréttir um að það andaði köldu á milli aðalleikaranna. Baldoni sat ekki nálægt hinum leikurunum á frumsýningunni heldur horfði á mynd sína úr kjallara kvikmyndahússins. Þau töluðu ekki um hvort annað í viðtölum og kynntu myndina hvort í sínu lagi. Fréttaflutningur fór fljótlega að snúast gegn Lively sem var máluð upp sem forréttindablind gelgja sem væri alveg blind á alvarlegt umfjöllunarefni myndarinnar – heimilisofbeldi. Baldoni var hins vegar málaður upp sem femínísk hetja og hlaut meðal annars viðurkenningu fyrir störf sín í þágu kvenna. Það var svo fyrir skömmu sem umræðunni var kollvarpað – eftir að Lively lagði fram kæru gegn Baldoni þar sem hún sakar hann um ófrægingarherferð til að leyna kynferðislegri áreitni sem hann beitti hana við töku myndarinnar.

Baldoni þverneitaði sök og boðaði sína eigin kæru sem hefur loks verið lögð fram. Þar heldur Baldoni því fram að Lively sé að nýta sér það að eiginmaður hennar sé valdamikill í Hollywood. Hún ætli sér að bjarga mannorði sínu með því að slaufa Baldoni og mála hann sem illmenni. Það er magt hægt að segja um stefnuna sem Baldoni hefur lagt fram en hér verður tekinn fyrir sá kafli sem varðar aðkomu Taylor Swift. Hún er reyndar ekki nafngreind í stefnunni sérstaklega heldur er vísað til hennar sem „megastjörnu“ nema á einum stað er vísað til Taylor og tók það erlenda miðla ekki langan tíma að leggja tvo og tvo saman.

Drekunum sigað á hann

Samkvæmt stefnu Baldoni hafði Lively endurskrifað eitt atriði í myndinni og sent til hans. Honum þótti hún vera að ganga heldur á lagið og reyndi að friðþægja hana með því að bjóðast til að skrifa útgáfu sem væri blanda af hennar hugmyndum og upprunalegri senunni. Þá hafi Lively boðað hann til fundar í lúxusíbúð sinni í New York. Þar tók eiginmaður Lively, Ryan Reynolds, á móti honum og eins var stjórstjarnan Taylor Swift þar í heimsókn. Bæði Swift og Reynolds dásömuðu útgáfu Lively af atriðinu og að lokum gaf Baldoni undan. Máli sínu til stuðnings birti hann í stefnunni eftirfarandi textaskilaboð sem hann sendi Lively eftir fundinn:

„Ég var að vinna að þak-senunni í dag. Ég virkilega elska þína útgáfu. Hún hjálpar mikið og gerir atriðið skemmtilegra og áhugaverðara (Og mér fannst það óháð aðkomu Ryan og Taylor). Þú ert virkilega hæfileikarík á öllum sviðum. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir að við séum að gera þetta saman.“

Lively svaraði skilaboðunum og útskýrði hvers vegna Reynolds og Swift tóku fundinn með henni. Hún sagði bæði eiginmann sinn og vinkonu góða sagnasmiði. Þau viti líka bæði að Lively á erfitt með að standa föst á sínu. Lively eigi til að gefa undan til að vagga ekki bátnum og til að særa engan.

„Þeim er sléttsama um slíkt. Og sökum þess þá hlusta allir á þau af gífurlegri virðingu og áhuga. Svo ætli ég þurfi ekki að hætta að hafa áhyggjur af því hvort fólki líki vel við mig.

Síðan líkti Livley sjálfri sér við persónu úr Krúnuleikunum, Khaleesi, sem var kölluð móðir dreka eftir að hún gekk þremur drekum í móðurstað.

„Ef þú hefur einhvern tímann tíma til að horfa á Krúnuleikana þá muntu kunna að meta það að ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka. Í blíðu og stríðu, en oftast í blíðu. Því drekarnir mínir verja líka baráttumál mín. Svo við græðum öll á þessum dásamlegu skrímslum mínum. Þú líka, ég lofa því.“

Baldoni segir að þarna hafi leikkonan klárlega verið að hóta því að siga ofurfrægu aðstandendum sínum á hann, léti hann ekki undan öllum hennar beiðnum. Skilaboðin hafi verið skýr. Hann var ekki að eiga bara við Lively heldur líka drekana hennar, tvær valdamestu stórstjörnur í heimi sem myndu ekki veigra sér við því að gera líf hans erfiðara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“