Stuðningsmenn Manhcester United virðast orðnir þreyttir á danska framherjanum Rasmus Hojlund.
Hojlund gekk í raðir United fyrir síðustu leiktíð á mikinn pening frá Atalanta en hefur ekki beint staðist væntingar þó hann hafi átt rispur hér og þar.
Hann var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik í leiknum gegn Southampton í gær. Þá var United undir en vann leikinn svo 3-1.
„Ég er búinn að gefast upp á Hojlund. Ég hélt kannski að þetta kerfi myndi henta honum en hann sást ekki enn einn leikinn,“ sagði einn stuðningsmaður eftir leik.
„Ég held að þetta sé versti framherji sem hefur spilað með United á minni lífstíð,“ sagði annar og fleiri tóku undir eins og enskir miðlar taka saman.
„Það er bara mýta að hann fái ekki þjónustu.“