Jorge Jesus, stjóri Al-Hilal, hefur staðfest það að stórstjarnan Neymar muni ekki spila deildarleiki liðsins á þessu tímabili.
Það ýtir sterklega undir þær sögusagnir að Neymar sé á förum en hann hefur lítið spilað eftir komu til félagsins.
Neymar hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en er nú að jafna sig og er í raun orðinn leikfær.
Jesus ætlar þó ekki að velja Neymar í hópinn fyrir seinni hluta leiktíðarinnar en hann má þó spila í Meistaradeild Asíu.
Neymar kostaði Al-Hilal 90 milljónir evra árið 2023 og eru allar líkur á að hann sé að kveðja í sumar.