Framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool er enn í lausu lofti. Er hann meðal annars orðaður við Sádi-Arabíu.
Salah verður samningslaus í sumar, en hann er að eiga eitt sitt besta tímabil í treyju Liverpool. Hann má fara frítt ef hann semur ekki á Anfield.
Egyptinn hefur lengi verið orðaður við Sádí og var Jorge Jesus, stjóri Al-Hilal, spurður út í Salah.
„Salah kemur ekki í vetur frekar en önnur stór nöfn,“ sagði Jesus. „Við sjáum samt til hvað gerist í sumar,“ sagði hann enn fremur og ekki útilokað að Salah fari frítt til Sádí í sumar.