Viðræður Napoli og Manchester United um Alejandro Garnacho en ítalska félagið er nokkuð frá verðmiða United.
Mirror segir frá þessu og að United hafi á dögunum hafnað 40 milljóna punda tilboði Napoli í kantmanninn.
Hinn tvítugi Garnacho hefur verið inn og út úr liðinu hjá Ruben Amorim á Old Trafford en spilaði að vísu allan leikinn gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
United vill fá 60 milljónir punda fyrir Garnacho samkvæmt fréttum, en Napoli er einmitt að fá 70 milljónir punda í kassann fyrir Khvicha Kvaratskelia frá Paris Saint-Germain.
Garnacho er efstur á óskalista Napoli til að leysa Georgíumanninn af hólmi.