Fyrir ári síðan birti hann nokkrar umdeildar myndir af henni þar sem hún var mjög fáklædd.
Nú hefur rapparinn endurtekið leikið en hann birti mynd af nær nöktum líkama Biöncu í Story á Instagram.
Myndin hefur vakið mikla athygli og ræddu netverjar um málið, meðal annars á X, áður Twitter. Þeir sögðu þetta alls ekki vera öruggt til að skoða í vinnunni, eða NSFW (not safe for work).
Kanye birti einnig mynd af henni í baði fyrir stuttu til að fagna afmæli hennar, en Bianca varð 30 ára á dögunum og slógu þau til veislu.
Erlendir miðlar greina frá því að hegðun Kanye á Instagram hefur verið einkennileg undanfarið en hann birti einnig gamalt myndband af Pamelu Anderson þegar hún gekk um nakin og gaf Hugh Hefner, stofnanda Playboy, köku. Netverjar gagnrýndu athæfið harðlega og sögðu Anderson örugglega ekki vilja rifja upp þetta atvik.