Brighton vann góðan útisigur á nýliðum Ipswich í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Það var markalaust eftir fyrri hálfleikinn en á 59. mínútu kom Kaoru Mitoma gestunum yfir. Georginio Rutter innsiglaði svo 0-2 sigur þeirra þegar um 10 mínútur lifðu leiks.
Brighton er í níunda sæti deildarinnar með 31 stig. Ipswich er í því átjánda með 16 stig.