Ole Gunnar Solskjær er að taka við Besiktas í Tyrklandi.
Solskjær hefur verið án starfs síðan Manchester United lét hann fara árið 2021. Það virðist hins vegar vera að breytast.
Samkvæmt nýjustu fréttum mun Norðmaðurinn skrifa undir eins og hálfs árs samning hjá Besiktas.
Í tyrkneska boltanum mun hann meðal annars mæta öðrum fyrrum stjóra United, Jose Mourinho. Portúgalinn stýrir Fenerbahce.
⚪️⚫️🇹🇷 Besiktas are in advanced talks to appoint Ole Gunnar Solskjær as new head coach, per @SportsDigitale.
Negotiations at final stages on one year and half contract for former Manchester United manager. pic.twitter.com/UDUbdSdnZ7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2025