fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 08:30

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem pirrings gæti í garð Vladímír Pútíns meðal rússneskra herforingja og hjá rússnesku elítunni.

Þetta kemur fram í greiningu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW) sem segir að háttsettir herforingjar og elítan séu ósátt við tilraunir Pútíns til að heyja allsherjarstríð í Úkraínu af hálfum hug og hafi vaxandi áhyggjur af hvenær forsetinn muni binda enda á stríðið.

Heimildarmenn innan stjórnarinnar, þingsins og á lægri stigum segi að elítan sé orðin mjög þreytt á að bíða eftir að stríðinu ljúki og hafi orðið fyrir vonbrigðum með forsetann. Þess utan hefur elítan miklar áhyggjur af langtímaáhrifum refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag.

Ríkisstjórnin er ekki sögð hafa neina framtíðarsýn fyrir hvað taki við í Rússlandi að stríðinu loknu. Það er einnig sagt geta skipt miklu máli fyrir ríkisstjórnina hvernig stríðinu lýkur ef hún er ekki með neina skýra pólitíska stefnu fyrir Rússland þegar stríðinu lýkur.

Háttsettir herforingjar eru sagðir verða sífellt pirraðri á að hafa ekki nægan mannafla og hergögn til að heyja stríðið og telja að Pútín verði að grípa til herkvaðningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Í gær

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“
Fréttir
Í gær

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair

Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair