Félagið hefur nú höfðað mál á hendur írskum farþega og krefst 15.000 evra í bætur vegna þess tjóns sem hann olli félaginu með hegðun sinni. Hegðun mannsins um borð í einni vél félagsins, sem var á leið til Lanzarote á síðasta ári varð að lenda í Porto í Portúgal.
Þetta varð til þess að vélin gat ekki haldið för sinni áfram fyrr en næsta dag og 160 farþegar misstu einn dag af fríinu sínu. Segir félagið að hegðun mannsins hafi verið „óafsakanleg“ og „algjörlega óásættanleg“. Sky News skýrir frá þessu og segir að krafan um 15.000 evrur í bætur byggi á þeim kostnaði sem lenti á flugfélaginu við að greiða gistingu fyrir farþegana og áhöfnina, önnur útgjöld þeirra og flugvallargjöld.
Ryanair hefur ekki höfðað mál af þessu tagi áður en segist ekki hika við að taka af festu á málum af þessu tagi í framtíðinni.