Ísland hefur leik í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum en er einnig með Slóveníu og Kúbu í riðli. Starfsmennirnir sem um ræðir lentu einmitt með einum landsliðsmanni síðastnefnda liðsins í flugi á leið til Zagreb.
„Hann fór að sína okkur alls konar klippur. Þetta var bara allur ferillinn sem hann var með þarna,“ rifjar íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Gunnarsson upp í HM í dag á Vísi.
„Hann talaði ekki stakt orð í ensku. Þetta var einhver blanda af táknmáli og Google Translate. Svo allt í einu kemur þessi spurning: Fílið þið vindla eða? Haldiði að hann hafi ekki bara tekið vindla með sér til að selja?“
Henry Birgir Gunnarsson var með Val í þættinum og átti erfitt með að trúa þessu. „Hann var semsagt á leiðinni á HM með vindla í töskunni?“ sagði hann.
„Það urðu viðskipti í þessari flugvél,“ sagði Valur enn fremur um málið, en þáttinn má nálgast hér.