fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, sem Sigurður Björgvin skrifaði, var í viðtali á Bylgjunni í dag. Þar varpaði hann fram stórum fullyrðingum um framgöngu lögreglu í Keflavík í kjölfar hvarfs Geirfinns Einarssonar.

Eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum DV telja aðstandendur bókarinnar að Geirfinnur hafi verið ráðinn bani á heimili sínu að kvöldi 19. nóvember árið 1974.

Sjá einnig: Fór ekki til fundar við mann í Hafnarbúðinni og „Leirfinnur“ hringdi ekki í hann

Lögregla hafi hins vegar vísvitandi litið framhjá þessu og spunnið upp tilgátu um að Geirfinnur hafi horfið í kjölfar þess að hann fór til fundar við mann í Hafnarbúðinni í Keflavík. Enginn fundur hafi hins vegar átt sér stað. Lögregla hafi vísvitandi afvegaleitt rannsóknina og þar hafi komið við sögu persónulegir hagsmunir rannsakanda sem hafi verið í of nánum tengslum við það fólk sem kom við sögu við lát Geirfinns.

Heldur Jón Ármann því fram að umræddur rannsakandi hafi átt ástkonu og eignast með henni barn utan hjónabands. Það framferði hans tengist atburðum kvöldsins og valdi því að hann hafi haft hagsmuni af því að sannleikurinn kæmi ekki í ljós, því hann hefði getað misst atvinnu og mannorð.

Er Bylgjufólk spurði Jón Ármann að því hvort hann hefði sannanir fyrir þessu sagðist hann hafa vísbendingar og vitnisburði. Þetta væri hins vegar eitthvað sem yfirvöld yrðu að rannsaka.

Fram kom að Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar, vinnur núna að því að ganga frá svokölluðum 13. kafla bókarinnar, sem er óútgefinn og óbirtur. Sá kafli og meðfylgjandi gögn verða afhent nýjum dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, í næstu viku. Mikil vinna sé að velja úr þau gögn sem fylgja eigi kaflanum til ráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári