Íslenska Klíníkin í Búdapest er komin í HM-stuð og ætlar að styðja strákana okkar til afreka á HM sem fer fram í Krótaíu, Danmörku og Noregi, en íslenska liðið spilar í Zagreb í Króatíu og fyrsti leikurinn er í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum.
Fríður flokkur stuðningsmanna landsliðsins lagði í víking í gær undir leiðsögn Hjalta Garðarssonar, eiganda Íslensku Klíníkurinnar, frá Búdapet og stefnan var sett á Zagreb í Króatíu en þar er hópurinn núna.
„Á þessari stundu eru þau um það bil að leggja af stað í Arena Zagreb þar sem okkar fólk mun ásamt um 15.000 öðrum hvetja sitt lið, okkar fólk ætlar að vera háværast! — Áfram Ísland!“ segir í tilkynningu.