Davíð Snorri Jónasson verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, nú þegar Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari.
Arnar var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari í gær verður Davíð, sem áður starfaði með Age Hareide áður en hann hætti, áfram aðstoðarþjálfari.
„Davíð Snorri verður áfram, sem betur fer. Ég þekki hann vel og hann mun reyna mér vel í þessu starfi,“ sagði Arnar í samtali við 433.is í dag.
Eina sem er óljóst í teymi landsliðsins er þjálfari sem sérhæfir sig í föstum leikatriðum. Sölvi Geir Ottesen hefur séð um þau í undanförnum leikjum en nú er hann að taka við sem þjálfari Víkings af Arnari.
„Eina lausa staðan sem ég kannski sé er þjálfari fyrir föst leikatriði. Það er náttúrulega ekki séns á að Sölvi verði áfram. Það er starf sem við erum að horfa til,“ sagði Arnar enn fremur.