fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Bryggjan brugghús komið á sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsnæði við Grandagarð 8 í Reykjavík er komið í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Veitingastaðurinn Bryggjan brugghús var síðast rekinn í húsnæðinu, en DV greindi frá því föstudaginn fyrir viku að búið væri að skella í lás á staðnum.

Sjá einnig: Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Fasteignin er 899,7 fm og var húsnæðið byggt árið 1947. Fasteignamat er 348.850.000 kr. og er óskað eftir tilboði.

Hægt er að ganga inn í húsnæðið frá Grandagarði að framanverðu en einnig er hægt að ganga inn frá austurhlið hússins sem er beint á móti höfninni en þar er líka útisvæði með stórum timburpalli.

Í nánari lýsingu á eigninni segir að komið er inn í flísalagt anddyri. Stór bar er fyrir miðju og til hliðar er veitingasalur og þar eru í dag bruggtæki en staðurinn er meðal annars þekktur fyrir að brugga sinn eigin bjór. Bak við barinn er fullbúið eldhús og kælar. Meðfram suðurhlið hússins er veitingasalur sem er með gluggum sem snúa út að bryggjunni og þar fyrir utan er útisvæði með stórum timburpalli. Staðurinn er fallega innréttur með vönduðum innréttingum. 

Húsnæðið hefur verið í leigu en leigusamningur er útrunninn og húsnæðið því laust til afhendingar fyrir kaupanda við kaupsamning. Öll tæki og búnaður sem er til staðar í húsnæðinu getur fylgt með í kaupunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“