Rúmlega fertugur karlmaður, skráður til heimilis á Álftanesi, hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað innandyra í húsi Knattspyrnufélagsins Vals, þ.e. Origo-höllinni við Hlíðarenda í Reykjavík. Ákærði er þar sagður hafa bitið lögreglumann sem var við skyldustörf í sköflung vinstri fótar, með þeim afleiðingum að af hlaust mar.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. janúar næstkomandi.