„Nei,“ svaraði Thomas Frank, stjóri Brentford, einfaldlega þegar hann var spurður út í það hvort það kæmi til greina að selja Bryan Mbuemo.
Framherjinn hefur verið orðaður við Arsenal undanfarið eftir frábært tímabil með Brentford hingað til, en Skytturnar reyna að bæta við sig fram á við.
„Svarið er mjög einfalt, það er enginn möguleiki,“ sagði hinn danski Frank enn fremur.
Arsenal hefur einnig verið orðað við Viktor Gyokeres hjá Sporting í Portúgal. Þá hefur verið talað um að liðið gæti sótt framherja á láni út leiktíðina.