fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Eyjan

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn tekur á þriðjudaginn fyrir lausnarbeiðni Dags B. Eggertssonar vegna fyrirhugaðrar þingsetu og sat Dagur sinn seinasta borgaráðsfund í dag. Af því tilefni birti hann tvær myndir af sér. Annars vegar mynd sem markar eins konar upphaf ferils hans í borgarpólitíkinni og svo nýlega mynd sem markar upphaf hans á þingi. Á milli myndanna eru rúm 20 ár.

Dagur rifjar upp að það var á afmælisdaginn hans árið 2003 sem hann var í fyrsta sinn kosinn inn í borgaráð sem aðalmaður. Hann hefur svo setið í ráðinu sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag er hann sat sinn síðasta borgarráðsfund. Á þessum tveimur áratugum hefur borgin tekið miklum breytingum. Dagur þakkar samstarfsfólki sínu úr borgarráði í gegnum árin kærlega fyrir samstarfið.

„Á afmælisdaginn minn, 19. júní 2003, var þessi alvarlegi gaur til vinstri – ég – kosinn í fyrsta skipti inn í borgarráð sem aðalmaður. Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það Reykjavík hefur tekið algerum stakkaskiptum á þessum tíma – og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hef ég reyndar skrifað heila bók, Nýju Reykjavík, og ætla ekki að orðlengja hér að sinni.

Ég vil hins vegar þakka öllu mínu frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila. Ég stíg stoltur frá borði í borgarráði og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!
Á þriðjudaginn tekur svo borgarstjórn fyrir lausnarbeiðni mína vegna fyrirhugaðrar þingsetu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd