Bjarni kom heim úr atvinnumennsku í fyrra og gekk í raðir Vals. Hann stóð þó ekki undir væntingum þar og er á förum. Hann hefur verið orðaður við Fram en er samkvæmt þessum fréttum á leið aftur norður.
„Framarar voru nánast búnir að klára þetta en svo fékk KA veður af þessu. Hann er náttúrulega uppalinn þar. Ég held hann endi í KA. Hann er hörkuleikmaður,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.
Ríkharð Óskar Guðnason segir þetta klók kaup hjá KA, sem hafnaði í 7. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. „Hann getur gert helling fyrir KA. Daníel Hafsteinsson er farinn og það er að hægast á Rodri.“