Anthony var á ferð með eiginkonu sinni, hinni 34 ára gömlu Katsiarynu Shasholka, þegar hann var sakaður um mansal.
Hjónin voru á leið frá Arizona til Flórída í brúðkaupsferðalag þegar farþegi um borð viðraði grunsemdir sínar við starfsfólk vélarinnar að eitthvað gruggugt væri við hjónin og Katsiaryna væri hugsanlega mansalsfórnarlamb.
Án þess að spyrja nokkurra spurninga hafði starfsfólk vélarinnar samband við laganna verði og var Anthony leiddur frá borði ásamt eiginkonu sinni á meðan málið var skoðað.
Myndin sem fylgir meðfylgjandi frétt var tekin um borð í vélinni ekki löngu áður en martröð þeirra hófst.
Anthony telur að hann hafi verið fórnarlamb kynþáttamörkunar (e. racial profiling) af starfsfólki vélarinnar og laganna vörðum sem höfðu afskipti af þeim á flugvellinum í Miami.
Lögmaður Anthony segir að skjólstæðingur hans hafi upplifað mikla niðurlægingu og auðvelt hefði verið að sannreyna að þau væru í raun og veru hjón. Hefur Anthony krafist 75 þúsund dollara bóta frá American Airlines, 10,6 milljóna króna.