Spákonan Ellý Ármanns var gestur í áramótaþætti Fókuss, spjallþætti DV. Þar spáði hún fyrir ýmsum þekktum einstaklingum og svaraði nokkrum spurningum sem hafa brunnið á fólki, eins og örlög Íslands í Eurovision og hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Við spurðum Ellý: Verður Arnar næsti landsliðsþjálfari?
„Já,“ sagði hún einfaldlega og fór nánar út í málið.
„Það er bara þannig, en hann þarf… það er eitthvað sem að hann er að díla við. Eitthvað á bak við tjöldin sem við vitum ekki um, kannski eitthvað samningsbundið, ég veit það ekki. En hann er maðurinn og honum gengur vel.
Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar, hann er ekki að fara í spor fortíðarþjálfara. Hann er að fara inn á einhvern akur og hann býr til leiðina, nýja leið, sem er leið að ljósi og þar er eitthvað sem við megum ekki fá að sjá en það verður mikið bjart ljós. Ljós þýðir velmegun, hamingja, sigrar, það er ljós.“
Horfðu á spána hér að neðan.