fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lenti í skondnu at­viki eða kannski ekki,“ segir Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ragnheiður, sem var neðarlega á lista Flokks fólksins, í kosningunum á liðnu ári, skrifar þar um húsnæðismarkaðinn hér á landi.

Ragnheiður er búsett í gömlu einbýlishúsi í Kópavogi sem kostar sitt að eiga og nefnir hún til dæmis afborganir af lánum og fasteignagjöld. Þá er hún með framkvæmdalán vegna viðgerða á frárennslislögnum og þaki og nefnir svo einnig ýmsan annan kostnað sem fylgir því að eiga hús.

„En hvað með það, ég er bara eldri borg­ari, fæ ekki hækk­un á bót­un­um mín­um miðað við hækk­un á vöxt­um. Þegar ég er búin að borga skuld­irn­ar okk­ar hjón­anna eig­um við um hundrað þúsund krón­ur til að lifa út mánuðinn. Þá eig­um við eft­ir að borga lyfja- og lækn­is­kostnað eins og marg­ir eldri borg­ar­ar þurfa að gera. Nú eru góð ráð dýr. Eig­um við að fara að minnka við okk­ur og kaupa litla sæta íbúð í blokk,“ spyr hún og rifjar svo upp atvikið sem hún vísar til hér fremst.

„Við hjón­in erum búin að skoða nokkr­ar íbúðir í Smár­an­um í nokk­ur ár. Yf­ir­leitt eru þær of dýr­ar fyr­ir okk­ur miðað við verð sem við fáum fyr­ir húsið okk­ar eða þær selj­ast upp. Loks­ins sá ég íbúð sem okk­ur líkaði og faseignasalinn seldi okk­ur hana á staðnum. Það var bara eft­ir að gera til­boð, þetta var á föstu­degi, við ætluðum að gera til­boð á mánu­degi. Þegar við fór­um til að ganga frá þessu hafði ann­ar fast­eigna­sali selt íbúðina og hverj­um haldið þið? Fjár­festi! Hann keypti all­ar átta íbúðirn­ar sem eft­ir voru á þess­um stað í Smár­an­um, til að leigja.“

Ragnheiður segir að nú séu þau hjónin búin að tala við annan fasteignasala um svansvottaða íbúð á Digranesvegi sem myndi henta henni vel, enda með astma, mæði og fleira. En eins og hún nefnir er að mörgu að hyggja þegar farið er í fasteignakaup. „Hvað kost­ar svona íbúð, hef ég efni á henni? Ég vil helst kaupa á þess­um slóðum til að geta kom­ist í fé­lags­miðstöðvarn­ar í Gullsmára og Gjá­bakka. Stutt í Smáralind og heilsu­gæsl­una. Ég er búin að búa á þess­um slóðum yfir 40 ár. Því að breyta núna? Gott að búa í Kópa­vogi.“

Ragnheiður kveðst vongóð um að bjartari tímar séu fram undan með nýrri ríkisstjórn þar sem hennar kona, Inga Sæland, kemur til með að leika stórt hlutverk ásamt Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Á hún von á því að hart verði sótt að þeim en vonar að ríkisstjórnin geri líf hinna efnaminni bærilegra. „Núna fer von­andi allt að breyt­ast á betri veg fyr­ir okk­ur sem vöðum ekki í pen­ing­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi