fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Fókus
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuttu áður en bandaríski áhrifavaldurinn Jennifer Sheffield, 30 ára, fannst látin við hlið eiginmanns hennar, Brandon Sheffield, 40 ára, – en þau voru skilin að borði og sæng á þeim tíma – birti hún myndband á TikTok þar sem hún lýsti því hversu vel skilnaðarferlið væri að ganga og að Brandon væri mjög kurteis og vinsamlegur á meðan þessu stæði.

„Jæja, ég er að fara að verða einstæð móðir og er í miðju skilnaðarferli. Eiginmaður minn hefur samt verið alveg ótrúlegur og við erum, í alvöru, að vinna saman. Allt er frábært,“ sagði hún.

„Við erum að skipta öllu alveg jafnt, allt er gott. Skilnaðurinn er á góðum nótum, við erum að hugsa um dóttur okkar.“

Eins og má heyra var Jennifer jákvæð og leit björtum augum á framtíðina. Það er mjög óhugnanlegt að horfa á myndbandið í dag, þar sem stuttu eftir að það var tekið upp myrti Brandon hana og tók síðan eigið líf.

@jsheff13 Any advice is appreciated🥰🫶🏻 #advice #singlemom #divorce #help #fyp #moneysaving #moneysavingtips #savemoney ♬ original sound – Jennifer Sheffield

Jennifer og Brandon fundust látin þann 28. desember síðastliðinn. Samkvæmt yfirvöldum í Missisippi skaut Brandon Jennifer og síðan sig sjálfan.

Lögreglan var kölluð til eftir að fjölskyldumeðlimir tilkynntu að það væru „augljósleg merki“ um að eitthvað slæmt hafi átt sér stað. Þegar lögreglu bar að garði voru þau bæði látin. Það var talið að þau væru heima með dóttur sinni, en ekki er vitað um líðan stúlkunnar að svo stöddu.

Fyrir átti Jennifer aðra dóttur. Fjölskylda hennar hefur stofnað GoFundMe-styrktarsíðu fyrir dætur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt