Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas hreyfingarinnar að sögn Hamas og Bandaríkjanna. Ísraelsmenn segja enn þá hnökra á samkomulaginu og hafa ekki staðfest það.
Í frétt The Guardian um málið kemur fram að búist sé við því að vopnahléð gangi í gildi á næstu dögum.
Verður á fjórða tug ísraelskra gísla sleppt úr haldi Hamas. Einnig hundruðum palestínskra fanga úr fangelsum í Ísrael. Þá verður hundruð þúsundum flóttamanna frá Gaza leyft að snúa til síns heima.
Hluti af samkomulaginu er stuðningur og mannúðaraðstoð við Palestínumenn, en flestir innviðir í Gaza eru í molum eftir linnulausar árásir Ísraelsmanna.