Það er víst ekkert til í þeim fregnum að eiginkona Kyle Walker, Annie Kilner, hafi bannað eiginmanni sínum að færa sig til Sádi Arabíu.
Frá þessu greinir enska blaðið Sun en Walker er líklega á förum frá enska stórliðinu Manchester City í þessum glugga.
Walker er 34 ára gamall bakvörður en um tíma var talið fyrir víst að hann væri að semja í Sádi en í dag er hann sagður á leið til Ítalíu.
Kilner var sögð hafa bannað eiginmanninum að flytja til Sádi en það var hans eigin ákvörðun að hafna tilboðum þaðan samkvæmt Sun.
Ástæðan er sú að Walker vill ná 100 leikjum fyrir enska landsliðið og munu skipti til Sádi alls ekki hjálpa honum í þeim málum.
England mun einnig spila á HM 2026 í Bandaríkjunum og vonast Walker til að vera hluti af leikmannahópnum á því móti.
Það er reglulega talað um samband Walker og Kilner en hann á tvö börn með konu að nafni Lauryn Goodman og hélt framhjá eiginkonu sinni í tvígang.