fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Fyrrverandi borgarstjóri baunar á borgaryfirvöld: „Vandræði, mistök og klúður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 18:00

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir dapurlegt að horfa upp á þau vandræði sem borgaryfirvöld hafa komið sér í varðandi nokkur skipulagsmál í borginni. Vilhjálmur skrifar grein sem birtist í Morgunblaðið í dag þar sem hann tíundar nokkur mál sem betur hefðu mátt fara að hans mati.

Vilhjálmur, sem var borgarstjóri á árunum 2006 til 2007, nefnir fyrst Álfabakkamálið – græna gímaldið svokallaða – sem mikið hefur verið fjallað um undanfarnar vikur.

„Vand­ræðagang­ur­inn, mis­tök­in og klúðrið vegna risa­stórr­ar iðnaðar­skemmu við Álfa­bakka er með þeim hætti að erfitt er að átta sig á hvernig svona get­ur gerst í stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar og hjá kjörn­um full­trú­um. Erfitt er að líka að sjá fyr­ir sér hvaða lausn­ir eru í sjón­máli gagn­vart íbú­um, bygg­ing­araðila og rekstr­araðilum. Al­veg sama hvaða lausn næst fram mun hún ef­laust hafa í för með sér gríðarleg fjár­út­lát fyr­ir borg­ar­sjóð,“ segir Vilhjálmur sem vindur sér næst í Grafarvoginn.

Hann segir að nýlega framkomnar hugmyndir borgarstjóra um þéttingu byggðar í Grafarvogi hafi vakið hörð viðbrögð íbúa í þessu gamalgróna hverfi og þeir telji að verið sé að skerða aðgang að útivistar- og grænum svæðum.

„Það er eins og borg­ar­yf­ir­völd leiti með log­andi ljósi að opn­um og græn­um svæðum, þar sem hægt er að þétta byggð og út­hluta lóðum til bygg­ing­araðila,“ segir Vilhjálmur og er ómyrkur í máli.

Skortur á samráði

Því næst nefnir Vilhjálmur Laugardalinn sem hann segir vera frábært svæði fyrir íþróttastarf barna og unglinga, afreksfólk og unglinga.

„Þangað sækja og munu sækja borg­ar­bú­ar og raun­ar lands­menn all­ir til að eiga upp­byggi­leg­ar ánægju­stund­ir. Nú er fyr­ir­hugað að ráðast í end­ur­bæt­ur á Laug­ar­dals­velli sem þjóðarleik­vangi fyr­ir knatt­spyrnu, koma upp þjóðar­höll fyr­ir inn­iíþrótt­ir og þjóðarleik­vangi fyr­ir frjáls­ar íþrótt­ir. Á sama tíma koma upp hug­mynd­ir hjá borg­ar­yf­ir­völd­um um bygg­ingu skóla í miðjum Laug­ar­daln­um, þvert á áður fram­komn­ar hug­mynd­ir fyr­ir tveim­ur árum. Vand­séð er hvernig slíkri bygg­ingu verður fyr­ir komið á þeim stað sem til­lög­ur liggja fyr­ir um,“ segir Vilhjálmur og bætir við að íbúar, íþróttafélög, foreldrar og aðrir hagsmunaaðilar hafi greinilega ekki verið hafðir með í ráðum hvað þetta varðar.

„Enda hafa all­ir aðilar risið upp og mót­mælt þess­um áform­um harðlega og skilað at­huga­semd­um sín­um til borg­ar­yf­ir­valda. Engu að síður virðast borg­ar­yf­ir­völd ætla sér að keyra þetta mál áfram í óþökk allra,“ segir hann.

Þurfi að gera betur

Þéttingarstefna er næst á dagskrá í pistli Vilhjálms og segir hann að stefna borgarinnar hafi á liðnum árum komið illa í bakið á borgaryfirvöldum.

„Íbúar gera sér góða grein fyr­ir því að út­sýni, birta, sól­ar­ljós og gæði um­hverf­is skipta miklu máli og aug­ljós­lega meira máli en borg­ar­yf­ir­völd gera sér grein fyr­ir. Ný­legt dæmi um þetta eru breyt­ing­ar á skipu­lagi við Hring­braut og Hlíðar­enda, þar sem íbú­ar vakna upp við vond­an draum og telja að fram­komn­ar hug­mynd­ir muni skerða lífs­gæði þeirra. Það er mik­il­vægt að þétt­ing byggðar taki mið af sjón­ar­miðum og hags­mun­um íbúa,“ segir borgarstjórinn fyrrverandi.

Hann nefnir að lokum Öskjuhlíðina og vísar í nýlegar fréttir þess efnis að loka þurfi einni flugbraut flugvallarins. Segir hann að borgaryfirvöld treysti sér ekki til þess að verða við ábendingum um aðgerðir til að tryggja flugöryggi á flugvellinum og því sé þetta niðurstaðan.

„Borg­ar­yf­ir­völd­um virðist vera einkar lagið þessa dag­ana að fá íbúa borg­ar­inn­ar, um alla borg, upp á móti sér, hafa lítið sam­ráð við hags­munaaðila, nýta sér ekki ábend­ing­ar íbúa og end­ur­gjöf til íbúa er lít­il sem eng­in. Sam­starf og sam­tal við borg­ar­búa er nauðsyn­legt til að blóm­legt mann­líf geti þró­ast í borg­ar­sam­fé­lag­inu með eðli­leg­um hætti til framtíðar,“ segir Vilhjálmur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári