fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Klappir og ICR í samstarf

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 13:02

Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri ICR, og Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyr­ir­tækið In­ternati­onal Car­bon Reg­is­try (ICR), sem rek­ur alþjóðlegt vott­un­ar­kerfi og kol­efn­is­skrá, hefur skrifað undir samstarfssamning við Klappir. Samstarfið byggir á því að einfalda aðgengi að hágæða kolefniseiningum, frá verkefnum um allan heim.

Hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum kleift að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf í sjálfbærni með skilvirkum og einföldum hætti. Kolefniseiningar ICR, innlendar sem erlendar, eru nú aðgengilegar úr hugbúnaði Klappa sem einfaldar fyrirtækjum að kolefnisjafna fyrir losun sinni og styðja við framtíðarbindingu kolefnis. Samstarfið er svar við aukinni eftirspurn eftir áhrifamiklum mótvægisaðgerðum í formi kolefniseininga, samstarf Klappa og ICR styrkir fyrirtæki í að taka ábyrgð á eigin kolefnisspori í gegnum hugbúnað Klappa, eins og segir í tilkynningu.

,,Við hjá Klöppum teljum að tæknin sé lykillinn að mikilvægum umhverfisaðgerðum. Samstarfið við ICR gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum öflugt tæki til að stjórna eigin loftlagsáhrifum og stýra verkefnum sem munu styrkja sjálfbæra framtíð. Þetta er meira en bara samstarf, þetta snýst um að byggja upp úthald og sína gott fordæmi, segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa.

,,Samstarfið við Klappir gerir okkur kleift að styrkja enn frekar stefnu okkar að bjóða upp á hágæða kolefniseiningar og gera þær aðgengilegar fyrirtækjum sem vilja taka ábyrgð á losun sinni og styðja við verkefni sem eru að takast á við loftslagsvánna. Saman munum við styrkja fyrirtæki til að taka upplýstar og mikilvægar ákvarðanir um sjálfbærni þeirra, segir Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri ICR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni