fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Íbúar í Breiðholti ósáttir við umfjöllun í Kastljósi – „Koma miklir fordómar fram varðandi okkar kæra Breiðholt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kastljósi RÚV á þriðjudagskvöld var skemmtileg umfjöllun um bændur. Ummæli móður ungs bónda í þættinum hafa hins vegar farið fyrir brjóstið á meðlimum FB-hópsins „Íbúasamtökin Betra Breiðholt.“ Konan sagði:

„Ef við værum með þennan krakka í einhverri blokk í Breiðholti, hvernig væri ástandið á honum? Það væri eitthvað hrikalegt. Við værum með Rítalín-skammtinn bara hérna stanslaust á honum.“

Kona í íbúahópnum vekur máls á þessu og skrifar:

„Vil benda ykkur á viðtal sem Óðinn Svan tók við bændafólk í gær þar sem koma miklir fordómar fram varðandi okkar kæra Breiðholt. Var í Kastljósi í gær.“

Margir taka undir þessa gagnrýni og spyrja hvað Breiðholti komi bændum við. Ein kona skrifar:

„Leiðinlegt að tala um Breiðholtið í samhengi við neikvæði- þekkingarleysi á hverfinu

Við sem búum hér eigum að lyfta hverfinu upp, tala um það á jákvæðan hátt, ganga vel um umhverfið og venja bōrnin okkar að gera það sama.

Ég ólst upp úti á landi, bjo svo í Vesturbænum og fluttu svo í Seljahverfi sem mér finnst dásemdarhverfi.

Er með hund og geng mikið með hann, hvet alla hundaeigendur að þrífa eftir sinn hund og taka aukalega upp eftir aðra. Allir að tína rusl

Ganga vel um.“

Önnur kona vill hins vegar ekki gera mikið úr málinu og skrifar:

„Æj í alvöru…kemur þetta oftar fyrir en 1x ? Held að Breiðholtið sé einfaldlega notað þar sem það gnæfir yfir borgina með jú mörgum blokkum….vissulega eymir af gömlum orðstír en mér finnst ansi harkalegt að saka fólkið um fordóma. Fyrir utan að þeir sem hafa búið hér hvað lengst, eins og t.d. þú, vitið nákvæmlega hvernig Breiðholtið er og þá þarf ekki alltaf að taka það til sín þegar talað er um Breiðholtið á annan hátt en hugnast fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps