fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands vekur athygli íslenskra neytenda á fréttatilkynningu frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þar er að finna upplýsingar sem settar eru upp sem spurt og svarað um stöðu slóvakíska tryggingafélagsins NOVIS.

Félagið var mikið í fréttum árið 2020 eftir að athugasemdir voru gerðar við sölu tryggingaafurða félagsins bæði hér á landi og í Slóvakíu. Ungverska fjármálaeftirlitið bannaði nýsölu afurða félagsins árið 2018 og Seðlabanki Slóvakíu afturkallaði starfsleyfi félagsins í júní árið 2023. EIOPA vekur nú athygli viðskiptavina NOVIS á hugsanlegri áhættu við áframhaldandi iðgjaldagreiðslur til félagsins og áhrifum af mögulegri skiptameðferð þess. Frá því að starfsleyfið var afturkallað hefur Seðlabanki Slóvakíu haft takmarkaðar eftirlitsheimildir gagnvart starfsemi félagsins og því liggja ekki fyrir áreiðanlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess. Seðlabanki Íslands getur því ekki fullyrt að fjárhagsstaða NOVIS sé nægilega trygg til að mæla með að vátryggingartakar haldi áfram að greiða iðgjöld.

NOVIS hefur verið óheimilt að gera nýja vátryggingasamninga síðan í júní 2023 og getur aðeins sinnt þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að þjónusta núverandi samninga, svo sem að innheimta iðgjöld og gera upp kröfur. Slitastjóri hefur enn ekki verið skipaður. Vegna yfirstandandi dómsmála er óvíst hvort og hvenær sú ákvörðun verður tekin af dómstólum. Núverandi staða getur leitt til tjóns á hagsmunum neytenda en vátryggingartakar eiga á hættu að verða fyrir tjóni haldi þeir áfram að greiða iðgjöld til félags sem hefur ekki starfsleyfi. Vátryggingartökum er ráðlagt að endurmeta valkosti sína, svo sem að hætta að greiða iðgjöld eða segja upp samningum.

Vátryggingamiðlunin Tryggingar og ráðgjöf ehf. er einn þeirra dreifingaraðila sem hefur selt tryggingar frá NOVIS hér á landi. Eins hefur íslenska félagið TRBO ehf. átt um 4 prósenta eignarhlut í NOVIS, í það minnsta á árunum 2018-2022 samkvæmt ársreikningi. Ekki liggja fyrir upplýsingar fyrir árin 2023 og 2024.

Seðlabankinn tekur fram:

„Eigendur Trygginga og ráðgjafar ehf., sem eru jafnframt ýmist núverandi eða fyrrverandi stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar félagsins, eru eigendur TRBO ehf. í gegnum óbeint eignarhald samkvæmt nýjasta fyrirliggjandi ársreikningi síðarnefnda félagsins. Þá hefur stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar ehf. setið í stjórn (e. Supervisory Board) NOVIS frá árinu 2022.“

Árið 2020 voru um 5.000 Íslendingar í viðskiptum við NOVIS og greiddu um 160 milljónir á mánuði í iðgjöld. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði árið 2023 að staðan vegna NOVIS væri ömurleg og óttaðist hann að mikill fjöldi íslenskra viðskiptavina hefði orðið fyrir tjóni.

Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Hér má finna frekari upplýsingar:

Frekari upplýsingar vegna afturköllunar starfsleyfis NOVIS dags. 11. apríl 2024

Spurt og svarað um afturköllun starfsleyfis NOVIS dags. 8. júní 2023

Seðlabanki Slóvakíu afturkallar starfsleyfi NOVIS dags. 6. júní 2023

Frekari upplýsingar um ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu vegna brota NOVIS dags. 23. febrúar 2022

Seðlabanki Slóvakíu tekur á ný ákvörðun um brot NOVIS og takmarkar tímabundið frjálsa ráðstöfun eigna félagsins dags. 26. janúar 2022

Ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu um brot NOVIS og úrbótakröfur dags. 28. apríl 2021

Upplýsingar um stöðu NOVIS dags. 25. febrúar 2021

Upplýsingar um ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu um tímabundnar takmarkanir á frjálsri ráðstöfun eigna NOVIS dags. 13. nóvember 2020

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“