fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Agnes glímdi við krabbamein í 8 ár – „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Helga Maria Ferro lést föstudaginn 10. janúar, 36 ára að aldri í faðmi sonar síns, umvafin nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum. Banamein hennar var krabbamein sem hún hafði barist við í átta ár. 

Agnes lætur eftir sig soninn Alexander sem er 14 ára.

Helga Finnsdóttir, frænka Agnesar segir hana hafa barist eins og ljón allan tímann við krabbameinið.

„Hún ætlaði sér að vinna þetta stríð fyrir sig og fyrir Alexander son sinn. Hún gerði bókstaflega allt til þess að ná bata. Ótal skurðaðgerðir, lyfjameðferðir, geislar, lyfjabrunnar, æðaleggir og hvað þetta heitir allt saman sem hún þurfti að ganga í gegnum. Hún tókst á við þetta óhugsandi stóra verkefni með húmorinn og lífsgleðina að vopni.“

Helga segir Agnesi hafa skrifað pistil um áramótin þar sem hún fór yfir hvað síðasta ár var henni erfitt. „Henni kveið svo fyrir þessu ári og það með réttu enda fékk hún bara að lifa 10 daga af því. Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna,“ segir  Helga. Veikindi Agnesar hafi kippt undan henni fótunum og hún ekki unnið eins og hún vildi, en Agnes starfaði sem flugfreyja.

„Mig langar til að aðstoða fjölskyldu hennar og safna fyrir jarðarförinni hennar og ef eitthvað er afgangs þá rennur það beint til Alexanders sem þarf núna að fullorðnast fljótt og taka ákvarðanir sem ekkert 14 ára barn ætti að taka.

Ég bið ykkur kæru vinir og fjölskylda að hjálpa mér við þetta verkefni og leggja inn ef þið hafið tök á og hjálpa mér að deila þessari færslu svo hún nái sem víðast. Guð geymi kæra frænku og ljósbera.“

Mæðginin Agnes og Alexander í fermingu hans vorið 2024.

Þeir sem hafa tök á að styrkja fjölskyldu Agnesar geta lagt inn á neðangreindan reikning, sem er á nafni Jóhönnu móður Agnesar. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmer 0511-14-079812

Kennitala 110765-5419

Í áramótapistli Agnesar sem Helga vísar í sagðist Agnes þakklát fyrir að árið 2024 væri búið og hún stressuð fyrir nýju ári, en pistilinn skrifaði hún 31. desember.

„Ég hef verið með kvíðatilfinningu í maganum fyrir áramótum. Alveg frá því ég greindist með krabbamein nóvember 2016. Síðan þá þoli ég ekki óvissuna hvað nýja árið mun henda í mig. Ég hef átt góðar stundir með Alexander og fólkinu mínu… en ég hef bara ekki fengið að upplifa lífið eins og flest fólk á aldrinum 28-36 ára. Ég samgleðst fólkinu mínu sem upplifir draumana sína, en á sama tíma syrgi ég að fá ekki að upplifa það sama.

Hápunkta ársins sagði hún meðal annars vera fermingu sonarins og að hann og félagar hans unnu Helsinki cup. Sagðist Agnes þakklát fyrir það og stuðningsnet sonarins.

Ég er líka þakklát fyrir að fólkið mitt hafi verið duglegt með að koma með Alexander til mín á LHS , því eg varð sífellt feimnari við hann, fannst stressandi ef við vorum bara tvö og fannst eg ómöguleg móðir því ég gat ekkert tekið þátt í lífinu hans.. sem dæmi hef ég ekki mætt á leik í meira en ár.

Barðist fyrir lífinu hvern dag

Agnes sagði árið 2024 hafa toppað fyrri ár og verið lifandi helvíti fyrir sig.

Ég hef barist fyrir lífi mínu hvern einasta dag, farið í lyfjameðferð sem virkaði ekki, aðra lyfjameðferð sem er vonandi að virka, farið í geisla, 2 skurðaðgerðir, legið inni á spítala í 3 mánuði og ekki vitað hvort ég myndi lifa það af, dáið næstum því 2x, öll endurhæfingin, að ógleymdum öllum rannsóknum og sprautustungum, búið hjà foreldrum mínum í rúma 2 mánuði, hef þurft aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs… o.s.frv.

Þetta ár hefur líka verið lifandi helvíti fyrir strákinn minn, fjölskyldu og vinkonur. Þau hafa þurft að halda fjölskyldufundi því það var tvísýnt hvorn veginn þetta færi, þau hafa tekið að sér hlutverk sem er ósanngjarnt gagnvart aðstandendum, þau hafa blásið í mig aftur lífi þegar ég hafði ekki orku, vilja, né tilgang til þess. Og fyrir það er ég ævinlega þakklát.

Á hverjum degi er ég þakklát fyrir líkamann minn og hvað hann hefur þolað, en á sama tíma hræðist ég líkamann minn rosalega mikið… hann hefur einnig svikið mig svo oft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur