fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 11:00

Emma Alessandra Reyes Portillo. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Alessandra Reyes Portillo er þriggja ára stúlka frá Venesúela sem brottvísað hefur verið frá landinu ásamt foreldrum hennar, sem eru um þrítugt. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sumarið 2023. Skömmu eftir komuna til Íslands greindist Emma litla með mjaðmaliðhlaup og gekkst undir flókna skurðaðgerð hér á landi í febrúar árið 2024.

Í næsta mánuði á Emma að fara í aðra aðgerð þar sem fjarlægja á plötu úr lærlegg hennar. Emmu og fjölskyldu hennar var neitað um alþjóðlega vernd og hafa sjálf ákveðið að fara úr landi. Þau óskuðu eftir því að fá frestun á brottför þar til þessi nauðsynlega aðgerð hefur farið fram. Eða eins og baráttukonnan Sema Erla Serdaroglu orðar það í Facebook-pistli:

„Fjölskyldunni hefur verið neitað um alþjóðlega vernd og hefur ákveðið að fara sjálf úr landi. Þau óskuðu eftir því að fá frest þar til aðgerðin, sem skiptir sköpum fyrir líf, heilsu og framtíð Emmu, væri yfirstaðin. Það hefur Útlendingastofnun þvertekið fyrir, þrátt fyrir að það sé skýr heimild til þess að veita frest í lögum um útlendinga.

Íslensk yfirvöld leggja nú áherslu á að koma Emmu úr landi áður en hún kemst í aðgerðina og ætla að brottvísa fjölskyldunni á fimmtudaginn þrátt fyrir ákall um mildi.

Það ætla yfirvöld að gera þrátt fyrir að þau viti að mikil hætta er á að Emma verði al­var­lega fötluð njóti hún ekki viðeig­andi eft­ir­fylgni eft­ir þá aðgerð sem hún gekkst und­ir hér á landi. Þrátt fyrir að Öryrkjabandalag Íslands hafi sagt að heil­brigði Emmu er stefnt í hættu ef henni er gert að yf­ir­gefa landið á þessum tímapunkti.“

Skorar á Kristrúnu Frostadóttur

Sema skorar á nýja ríkisstjórn að sýna mildi í málinu. Hún skrifar:

„Ég neita að trúa því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að reka hér sömu ómannúðlegu og mannfjandsamlegu stefnu í málefnum flóttafólks og síðustu ríkisstjórnir. Ég neita að trúa því að nýr forsætisráðherra og nýr dómsmálaráðherra ætli að láta það vera eitt af sínum fyrstu verkum að reka fatlað flóttabarn sem er á leið í lífsnauðsynlega aðgerð úr landi.

Sýnið okkur að þetta er ekki í ykkar nafni. Sýnið okkur að þetta er ekki það sem ný ríkisstjórn stendur fyrir. Að þetta sé ekki það sem við eigum að venjast. Stöðvið þessa brottvísun strax!“

Í tilkynningu frá samtökunum No Borders segir að Öryrkjabandalag Íslands hafi bent á skyldur stjórnvalda til að tryggja sérstök réttindi fatlaðra barna:

ÖBÍ hefur bent á skyldur stjórnvalda til að tryggja sérstök réttindi barna og fatlaðra barna og lagaskyldur s.s. skv. Barnasáttmála SÞ og skv. 25. gr. Saminings SÞ um réttindi fatlaðs fólks er m.a. lögð sú skylda á aðildarríki að veita þjónustu til að koma í veg fyrir frekari fötlun. ÖBÍ bendir á að hætta sé á að hún verði alvarlega fötluð fái hún ekki viðeignandi eftirfylgni. ÚTL og KNÚ taka ekki tillit til þessara atriða í úrskurðum sínum.

Einnig er vert að nefna það að að benda á að skurðaðgerðunum er alls ekki lokið þar sem þarf aðra aðgerð til að fjarlægja plötuna úr Emmu.

Aðgerð sem er afar flókin eins og læknirinn segir og svo sérhæfð að það hafi þurft sérfræðinga erlendis frá til að framkvæma hana.“

Öðru barninu hjálpað en ekki hinu

Móðir drengs sem fór í mjaðmaaðgerð sama dag og Emma, þann 12. febrúar árið 2024, tjáir sig um málið á Facebook. Er hún harmi slegin yfir brottvísun Emmu litlu frá landinu. Hún skrifar:

„Þau voru saman á sjúkrahúsinu, saman í herbergi, í sitthvoru rúminu. Mitt barn er að öllum líkindum ekki búinn með allar þær mjaðma aðgerðir sem hann þarf að fara í, hann er búinn að fara í tvær nú þegar og bendir allt til þess að hann þurfi að fara í þá þriðju. Afhverju er hann að fá fleiri tækifæri til þess að eiga betra líf en hún?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus