fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Mjög óvæntir orðrómar á kreiki um Lionel Messi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 08:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuaðdáendur gætu séð Lionel Messi í treyju Barcelona á ný, samkvæmt spænska blaðinu El Nacional.

Messi, sem er orðinn 37 ára gamall, er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið síðan 2023. Hann yfirgaf Barcelona eftirminnilega 2021 og gekk í raðir Paris Saint-Germain vegna fjárhagsvandræða Katalóníustórveldisins.

Samningur Messi í Miami rennur út í lok árs en í samningi hans er möguleiki á eins árs framlengingu þar. Er ekki ólíklegt að sú klásúla taki gildi og Messi verði hjá Inter Miami út næsta ár.

Á næsta ári er einmitt HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þar freista Messi og liðsfélagar hans í argentíska landsliðinu þess að verja titil sinn frá því í Katar árið 2022.

Tímabilið í Bandaríkjunum klárast í lok árs og hefst aftur snemma á vorin. El Nacional heldur því fram að vegna þess fari Messi á láni til Barcelona um stutt skeið eftir um það bil ár til vera í sem allra besta standinu á HM.

Stjörnur sem hafa farið til Bandaríkjanna hafa í gegnum tíðina spilað á láni á Englandi á meðan frí er í deildinni þar yfir veturinn. Má þar nefna þegar Thierry Henry fór aftur til Arsenal á láni frá New York Red Bulls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristian Nökkvi söðlar um innan Hollands

Kristian Nökkvi söðlar um innan Hollands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Balotelli strax á förum

Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Í gær

Frá Chelsea til Aston Villa

Frá Chelsea til Aston Villa
433Sport
Í gær

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll