fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Sanna kemur með áleitna hugvekju – „Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir út­borgun á í­búð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur birt áleitna hugvekju í aðsendri grein hjá Vísi þar sem hún hvetur fólk til að opna augun fyrir stöðunni í samfélaginu okkar. Hugvekjan hefur vakið töluverða athygli, einkum fyrir fyrirsögnina: „Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð“.

„Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð,“ skrifar Sanna og bendir á hann valkostinn sem er að búa í samfélagi þar sem allir leggjast á eitt út frá getu svo að grunnþörfum allra sé mætt. Þess í stað fær íslenska þjóðin þau skilaboð að við stöndum ein og berum ein ábyrgð á stöðu okkar. „Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm.“

Íslenska kerfið sendir þau skilaboð að dugnaður sé það eina sem getur rifið manneskju upp til betri stöðu. Hlutverk hins opinbera sé aðeins að veita hjálp til sjálfshjálpar.

„Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag.

Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur.“

Þar sem skuldin raunverulega heima

Þar með sé fólk með bullandi samviskubit gagnvart útgjöldum á munaðarvöru á borð við kaffi, mat og tannviðgerðir. Fólk í þeirri stöðu fer ekki að gera athugasemd við það að fjármagnseigendur eru ekki að borga næga skatta. Fólk í þeirri stöðu fer ekki að greina hvernig skattar á ríkasta fólkið hafa kerfisbundið lækkað síðustu áratugina. Þess í stað herðir fólk sultaról sína. Heldur betra bókhald, borgar minna og sleppir félagslegum viðburðum.

Sanna spyr hvort það sé ekki betra að skella skuldinni þar sem hún á heima, á þá sem eiga og þá sem græða á meðan aðrir ná ekki endum saman. Ólíkt því sem kerfið á Íslandi segir þá sé það ekki fólkið í landinu sem er vandamálið, heldur misskiptingin og stjórnvöldin sem umbera hana og styðja.

„Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga.

Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus