fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Þekktur rithöfundur sagður hafa nauðgað barnfóstru sonar síns í heita pottinum

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rithöfundurinn og handritshöfundurinn Neil Gaiman hefur verið sakaður um að hafa nauðgað barnfóstru sonar síns í heitum potti við heimili hans á Nýja-Sjálandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaiman er sakaður um alvarlegt kynferðisbrot, en í sumar stigu fimm konur fram og sökuðu hann um brot.

Gaiman er höfundur bóka á borð við The Sandman, American Gods og Coraline og þá samdi hann Good Omens ásamt Terry Pratchett. Samnefnd þáttaröð byggð á skáldsögunni var frumsýnd árið 2019 en ásakanirnar í fyrra urðu til þess að hætt var við framleiðslu á þriðju þáttaröðinni.

Vulture-tímaritið greindi frá nýjustu ásökununum í vikunni en barnfóstran fyrrverandi, Scarlett Pavlovich, segir að Gaiman hafi nauðgað henni í heitum potti þann 4. febrúar 2022. Var hún barnfóstra sonar hans sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Amöndu Palmer.

Í umfjölluninni er brotinu lýst í smáatriðum og segir Pavlovich að hún hafi ítrekað sagt nei við hann en hann haldið áfram uns hann hafði sáðlát. Hann hafi einnig viðhaft sömu hegðun í önnur skipti og talað niðrandi til hennar og meðal annars kallað hana „þræl“.

Gaiman hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus