Fabrizio Romano hefur staðfest það að vængmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia sé á leið til Paris Saint-Germain.
Romano birti Twitter eða X færslu í kvöld þar sem hann notaði setninguna sína frægu ‘Here we go!’
Georgíumaðurinn er á mála hjá Napoli en hann er 23 ára gamall og hefur spilað virkilega vel undanfarin ár.
Talið er að PSG borgi um 70 milljónir evra fyrir leikmanninn og gerir hann fimm ára samning.
PSG hefur náð samkomulagi við Napoli og hefur leikmaðurinn mikinn áhuga á að færa sig um set.