fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Þrýstingur á Pútín – Hefur aldrei verið verra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 04:15

Pútín þarf að hugsa um margt þessa dagana. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín kemst í sífellt verri stöðu vegna hins mikla mannfalls í stríðinu í Úkraínu. Mannfallið hefur aldrei verið meira en það var í desember.

Þetta kemur fram í stöðuyfirliti frá breska varnarmálaráðuneytinu sem segir að Rússar hafi misst 48.670 hermenn í desember.

Þetta þýðir að þeir misstu að meðaltali 1.570 hermenn á dag. 19. desember var blóðugasti dagurinn en þá misstu Rússar 2.200 hermenn að mati ráðuneytisins.

Í nóvember misstu þeir 45.860 hermenn. Mannfallið var meira í desember og var það sjötta mánuðinn í röð sem mannfallið jókst.

Bretarnir reikna með miklu mannfalli Rússa í janúar.

Á síðasta ári misstu Rússar 429.660 hermenn en 2023 misstu þeir 252.940 hermenn. Tölurnar ná yfir fallna og særða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“