The Guardian segir að gera eigi skjölin opinber á árunum 2026 til 2027, fimm árum eftir andlát hjónanna. Nú er umræða að sögn hafi innan breska stjórnkerfisins um hvernig á að standa að þessu og hverju eigi að halda leyndu.
Talið er að skjölin innihaldi upplýsingar um bæði hápunkta og lágpunkta 70 ára valdatíðar Elísabetar II. Bréfaskriftir á milli hirðarinnar og ráðuneyta og skrár um utanlandsferðir konungsfjölskyldunnar, barneignir, hjónavígslur, andlát, hjónaskilnaði og aðra stóra atburði á valdatímanum.
Leynd er aflétt af flestum opinberum skjölum eftir 20 ár en ákveðnar undantekningar eru á þessu, þar á meðal er varðar mál er varða þjóðaröryggi, skjöl sem gætu haft áhrif á samskipti við erlend ríki og skjöl er varða konungsfjölskylduna.
Skjalasafn konungsfjölskyldunnar, sem er geymt í Windsor, er ekki flokkað sem opinbert og því ná upplýsingalögin ekki yfir það.
Skjöl sem varða samskipti við þjóðhöfðingjann eru birt fimm árum eftir andlát hans.