fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 15:30

Páll Magnússon segir Halldór Benjamín ekki henta sem formann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Halldór Benjamín Þorbergsson um derring og segir hann ekki henta sem formann flokksins.

Páll segir þetta í færslu á samfélagsmiðlum. Er hún viðbragð við stuttu viðtali Morgunblaðsins við Halldór Benjamín um mögulegt framboð á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar. En hann er einn af þeim sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Bjarna Benediktssonar sem greindi frá því fyrir skemmstu að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku.

Halldór Benjamín, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki hafa hugleitt framboð til formennsku í flokknum. Hann er núverandi forstjóri fasteignafélagsins Heima. Hann aftók hins vegar alveg með öllu framboð til varaformennsku eða til ritara flokksins.

„Auka­hlut­verk henta mér illa,“ sagði Halldór Benjamín og notaði Morgunblaðið þá setningu í fyrirsögn.

Ljóst er að Páli þykir ekki mikið til Halldórs Benjamíns koma sem hugsanlegs formanns flokksins í ljósi þessara ummæla.

„Maður sem talar með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki myndi líklega hvort sem er „henta illa“ til formennsku í þeim flokki,“ segir Páll, sem er nú forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum fyrir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey.

Færslan hefur fengið nokkur viðbrögð. Meðal annars segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason að hér sé „glöggt athugað.“

Umboðsmaðurinn Einar Bárðarson sér annað tækifæri fyrir Halldór Benjamín. „Það er kannski kominn tími á að setja upp Hárið aftur. Það virkar alltaf og tækifæri á aðalhlutverki þar,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot