fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 11:50

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildur fulltrúardeildarþingmaður birti færslu í tilefni eldanna sem nú loga í Los Angeles. Mörgum þykir þingmaðurinn þar afhjúpa vanþekkingu sína á veðurfyrirbærum. Hún skrifaði á samfélagsmiðlinum X á sunnudaginn:

„Hvers vegna beita þeir ekki jarðverkfræði á borð við skýjasáningu til að láta rigna yfir villtu eldana í Kaliforníu. Þeir vita hvernig á að gera það.“

Skýjasáning (e. cloud seeding) er sú aðferð að nota efni á borð við silfurjoð til að auka rafhleðslu skýja. Þetta geti stuðlað að stærri regndropum en ella. Það sem þingmaðurinn umdeildi, Marjorie Taylor Greene, virðist þó ekki skilja er að til þess að aðferðin beri árangur þá þurfa regnský að vera til staðar. Aðferðin virkar því ekki í þurrki líkt og ríkir í Kaliforníu þessa dagana. Greene hefur að því er virðist tröllatrú á þessari tækni og telur hana jafnvel notaða til að framkalla fellibyli. Vísindamenn hafa þó bent á að skýjasáning geti í vissum tilvikum framkallað smá staðbundna rigningu en dugi engan veginn til að framkalla fellibyl. Greene hélt því meðal annars fram að ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hefði skapað fellibylinn Milton með skýjasáningu. Uppskar hún fyrir vikið háð frá forsetanum sem sagði fullyrðingu hennar svo heimskulega að allir sem trúa henni hljóti að þurfa að láta fagaðila skoða á sér hausinn.

„Marjorie Taylor Greene, þingmaður frá Georgíu, er nú að segja að ríkisstjórnin sé bókstaflega að stjórna veðrinu. Við eigum að vera að stýra veðrinu. Þetta er yfirgengilega fáránlegt. Þetta er svo heimskulegt. Hún verður að hætta þessu.“

Hvað varðar eldana í Los Angeles þá er ekki hægt að framkalla rigningu þegar það er heiðskírt, enda felur nafnið í sér að það þurfa að vera ský til staðar. Færsla Greene á sunnudaginn hefur stuðlað að því að veðurfræðingar í Bandaríkjunum hafa óskað eftir því að stjórnmálamenn haldi sig við stjórnmálin og láti fagmönnum eftir að fjalla um veðrið.

Loftlagsvísindamaðurinn Matthew Cappucci sagði þingmanninum: „Marjorie – við getum ekki töfrað fram vatn. Skýjasáning krefst þess að raki sé til staðar, skýjasáning hjálpar þessum raka bara að falla til jarðar. Þegar rakinn í loftinu er um 4% þá ER EKKERT VEÐUR Í ANDRÚMSLOFTINU. Og annað – hvað meinarðu með „þeir“?“

Fjöldi vísindamanna hefur tjáð sig um málið og reynt að benda á að skýjasáning er ekki raunhæfur möguleiki þar sem engin ský eru til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“