fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 10:05

Systurnar sáust á eftirlitsmyndavélum aðfaranótt þriðjudags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Skotlandi rannsaka nú dularfullt hvarf tveggja systra sem ekkert hefur spurst til síðan í síðustu viku.

Systurnar, Eliza og Henriette Huszti, eru 32 ára en síðast spurðist til þeirra í Aberdeen á þriðjudag í síðustu viku. Eliza og Henrietta eru fæddar í Ungverjalandi en hafa verið búsettar í Skotlandi síðustu sjö ár.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að systurnar hafi sést á eftirlitsmyndavélum skammt frá brú í miðborginni klukkan 02:12 aðfaranótt þriðjudagsins. Ekkert bendi til þess að systurnar hafi farið úr miðborginni og hefur leitin þar af leiðandi beinst að ánni Dee sem rennur í gegnum borgina.

Breskir fjölmiðlar hafa eftir aðstandendum systranna að þær komi frá samheldinni fjölskyldu og það hafi verið úr karakter fyrir þær að vera úti um miðja nótt.

Þriðja systirin, Edit Huszti, en konurnar eru þríburar, segist hafa heyrt í þeim síðast á gamlárskvöld og þær hafi virkað glaðar og ekkert verið að.

Darren Bruce, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu, segir að lögregla leggi allt í sölurnar við rannsókn málsins og við leitina að systrunum. Kafarar, sporhundar og þyrlur hafa meðal annars verið notaðar við leitina og þá hefur verið leitað í byggingum á iðnaðarsvæði þar sem systurnar sáust síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Í gær

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“