fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því

Fókus
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 08:46

Bonnie Blue.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeilda klámstjarnan Bonnie Blue sló heimsmetið og stundaði kynlíf með 1057 karlmönnum á tólf klukkustundum.

Klámstjarnan Lisa Sparks átti fyrra heimsmet, hún svaf hjá 919 karlmönnum á einum degi á viðburði í Póllandi árið 2004.

Breska klámstjarnan Lily Phillips ætlaði að slá metið en Bonnie var fyrri til.

Bonnie Blue hefur verið talsvert í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá allra helst fyrir að bjóða átján ára drengjum að sofa hjá sér gegn því að hún megi taka það upp fyrir OnlyFans.

Sjá einnig: Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

„Yfir 1000 karlmenn á einum degi“

„Yfir 1000 karlmenn á einum degi!“ skrifaði Bonnie Blue á Instagram fyrr í vikunni og þakkaði þeim sem eru „naumlega löglegir, naumlega á lífi og eiginmönnunum.“

Í myndbandinu sagði Bonnie að henni liði ágætlega. „Mér líður bara eins og ég hafi haft nóg að gera í svefnherberginu, sem var nákvæmlega það sem gerðist. Ég held að ef ég hefði haldið áfram að gera það sem ég gerði fyrstu þrjá, fjóra tímana, þá hefði þetta verið erfiðara,“ segir hún.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bonnie Blue (@bonnie_blue_xox)

Í öðru myndbandi á TikTok útskýrði Bonnie, 25 ára, hvernig þetta allt fór fram.

„Þetta byrjaði á hverri hópreiðinni (e. gang bang) á fætur annarri. Herbergið var gjörsamlega pakkað. Síðan var ég með fimm manna hópa,“ sagði hún. Að lokum svaf hún hjá einum í eini.

„Til dæmis horfði einn þeirra á meðan ég var með einhverjum öðrum og svo skiptust þeir á í hring,“ sagði hún.

Markmiðið þennan dag var að sofa hjá 1000 manns en hún svaf hjá 1057, en að meðaltali svaf hún hjá hverjum þeirra í minna en mínútu á mann.

„Þegar hún var komin upp í 1000 manns voru enn 57 manns í röðinni og Bonnie vildi sofa hjá þeim,“ sagði talsmaður Bonnie við The Sun.

Sjá einnig: Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

@bonniebluclips Did you miss Bonnie Blue 1057 because your wife wouldn’t let you be part of it? Divorce her #bonnieblue #fyp ♬ original sound – Bonnie

Áhrif á líkamlega og andlega heilsu

Þegar Lily Phillips greindi frá því að hana langaði að slá heimsmetið steig læknirinn Zac Turner fram og varaði við athæfi klámstjörnunnar.

„Kynlíf reynir mikið á líkamann og krefst þess að maður notar marga mismunandi vöðva í einu, það reynir einnig á hjarta- og æðakerfið og losar endórfín,“ segir hann.

„Ef þetta er gert í hófi þá er þetta eins og vel heppnuð æfing, góð fyrir heilsuna og myndar tilfinningaleg tengsl. En hins vegar, ef þetta er gert með öfgakenndum hætti, eins og í 24 klukkutíma samfleytt, þá getur þetta haft gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu.“

Sjá einnig: Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Skjáskot/YouTube

Fólk sá hvaða áhrif þetta getur haft á sálarlíf fólks þegar Lily svaf hjá 100 manns á einum degi og felldi tár eftir það.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var þetta erfitt. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu,“ sagði hún og afsakaði sig í annað herbergi til að gráta.

Sjá einnig: Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“