Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan sjö í morgun kom fram að um 40 skjálftar hefðu mælst í hrinunni. Þá er tekið fram að hrinan sé í norðvestanverðri öskunni og þyki nokkuð óvenjuleg. Eru vísindamenn þessa stundina að yfirfara gögnin.
Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þéttni skjálfta sé mjög mikil og minni á kvikuinnskot. Er tekið fram í færslunni að „gríðarmikil“ skjálftahrina sé hafin í miðri Bárðarbungu.
„Álíka hrina hefur ekki orðið í Bárðarbungu árum saman. Síðast gaus í eldstöðinni 2014 og síðan þá hafa stórir skjálftar átt sér stað reglulega í öskju eldstöðvarinnar, en þó eru þeir yfirleitt stakir og án eftirskjálfta. Athygli vekur að þessi virkni hefst á sama tíma og Grímsvatnahlaup,” segir í færslu hópsins.