fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson er ekki ánægður með útvarp allra landsmanna. RÚV sé að leiða fram sérfræðinga sem viti ekkert hvað þeir eru að tala um, en hafi þó óheftan aðgang að ríkismiðlinum.

Stefán Einar hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í hlaðvarpi sínu, Spursmálum, hjá Morgunblaðinu. Hann gagnrýnir á Facebook í dag viðtal Morgunútvarps Rásar 2 við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum um Grænland. Með færslu sinni deilir hann nafnlausum skoðanadálki Viðskiptablaðsins, Huginn & Muninn, sem fer eins hörðum orðum um Ásgeir.

Téð viðtal varðaði umræðuna um stöðu Grænlands eftir að verðandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, tilkynnti að hann útiloki ekki að Bandaríkin beiti hervaldi til að taka yfir landið. Hrafnarnir Huginn & Muninn segja að viðtalið við Ásgeir Brynjar hafi verið kostulegt. Þar benti Ásgeir á að það væri fyrirtæki, undir stjórn íslensks jarðfræðings, sem eigi mikil námuréttindi í Grænlandi. Ásgeir mundi þó ekki nafnið á fyrirtækinu. Hrafnarnir töldu ljóst að þar ætti Ásgeir við fyrirtækið Amaroq og stofnanda þess, Eld Ólafsson. Hins vegar hafi Ásgeir haldið því fram að Amaroq sé skráð á breskan hlutabréfamarkað. Það sé alrangt. Amaroq sé skráð í Kauphöllina á Íslandi.

Stefán Einar veltir því fyrir sér hvernig RÚV geti boðið landsmönnum upp á sérfræðinga sem afhjúpi vanþekkingu með þessum hætti. Eins vekur hann athygli á því að Ásgeir er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, sem er í eigu Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina. Ásgeir eigi því að vita betur enda hafi Amaroq verið áberandi í umræðunni undanfarið ár. Það sé því óboðlegt að sérfræðingurinn viti hvorki nafnið á fyrirtækinu né stofnanda þess.

„Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Morgunútvarp Rásar 2 kallar inn mann sem er titlaður doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar (einn anginn af Kjarnaklíkunni sem á óheft aðgengi að RÚV).

Trekk í trekk, afhjúpar „sérfræðingurinn“ yfirgripsmikla vanþekkingu sína á þeim málum sem hann er að fjalla um. Nú síðast þegar hann upplýsir allan almenning um að hann er ekki meðvitaður um tilvist Amaroq, íslensks fyrirtækis sem er skráð á markað hér á Íslandi (en ekki bara í London eins og hann virðist halda). Hann upplýsir að fyrirtækinu sé stýrt af íslenskum jarðfræðingi, en hann man hvorki hvað fræðingurinn heitir né fyrirtækið!

Amaroq hefur verið viðstöðulaust í fréttum hér á landi síðustu árin. Það fór barasta allt framhjá ritstjóra Vísbendingar. Er það kannski vísbending um að þarna sé ekki allt með felldu?
Sennilega ekki. Eftir að RÚV gat ekki lengur tekið alþingismanninn Þórð Snæ Júlíusson í vikulegt viðtal, er þetta eina haldreipið. Vandinn er sá að það er trosnað, jafnvel slitið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Í gær

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“