Einföld 1 evru mynt frá 1999, sem var slegin í Frakklandi, er svo eftirsótt í dag að hún selst fyrir allt að 100.000 krónur á uppboðum.
Fyrsta evruárið var mikilvægt fyrir ESB og evran var tekin upp sem gjaldmiðill í mörgum þeirra.
Í Frakklandi var 1 evru myntin sett í umferð áður en franski frankinn var tekinn úr umferð. Fyrstu evrurnar voru slegnar 1999 og settar í umferð þetta sama ár í Frakklandi og síðan tók evran alfarið við sem gjaldmiðill 2002.
Það er einmitt 1 evru mynt, slegin 1999, sem er eftirsótt af söfnurum og eru þeir reiðubúnir til að greiða allt að 100.000 krónur fyrir eina slíka. Ástæðan fyrir þessum áhuga þeirra á 1 evru myntinni er blanda af sögunni og árinu sem hún var slegin. Einnig var lítið magn af myntinni í umferð og það eykur verðmæti hennar.
Ef þú átt 1 evru peninga og vilt skoða hvort þessi eftirsótta 1999 útgáfa er þeirra á meðal þá þarftu að finna slíka mynt sem var slegin í Frakklandi 1999. Á annarri hlið hennar stendur „Liberté, Égalité, Fraternité“ en á hinni hliðinni stendur 1999 neðst. Myntin er nákvæmlega 23,35 mm í þvermál og vegur 7,51 gramm.